Þegar maður er búinn að fá eitthvað að láni þá þakkar maður fyrir, launar jafnvel greiðan og gætir þess að það sem lánað var sé í eins eða svipuðu ástandi og það var fyrir. Fyrir kemur að maður gleymir algjörlega að skila því sem var lánað og verður nokkuð lúpulegur þegar innt er eftir skilum. Hvað gerir maður þá? Jú, maður bætir að lágmarki afsökunarbeiðni við allt sem á undan er talið. Þetta á við um alla forgengilega hluti, eitthvað sem bæta má með kaupum ef svo illa fer að hluturinn skemmist.

Allt öðru máli gegnir um náttúru landsins, dýralíf og umhverfi okkar. Ekkert mannanna verk getur bætt listasmíð náttúrunnar og við getum ekki keypt okkur óspillta náttúru ef sú gamla skemmist. Fótumtroðinn svörður verður aldrei samur þótt við sáum í hann, klettadrangi verður ekki endurreistur hafi hann verið brotinn og veiðivatn verður aldrei samt ef allur fiskur deyr. Sumt verður einfaldlega aldrei bætt og afsökunarbeiðni gagnar lítið.

Ekki glæsilegur afli
Ekki glæsilegur afli

Ég er í félagsskap veiðimanna, Ármönnum sem hafa, meðal annarra einkunnarorðin; Hann (Ármaðurinn) ræðir af háttvísi um veiðibráð, fer með gát að öllu lífi,nýtur veru sinnar við veiðivatn og skilur ekki eftir annað en sporin sín. Þetta eru hástemd orð og mikið vildi ég að fleiri tækju þau sér til fyrirmyndar. Á síðustu árum hefur ýmislegt slæðst í netið mitt á ferðum um veiðislóð. Á topp 10 listanum er; girni og taumaefni, þar næst koma drykkjarílát og plastpokar. Mér hefur alltaf þótt þetta heldur nöturlegar þakkir til náttúrunnar fyrir afnot af dásemdum hennar. Það koma sveiflur í þessa ‘fundvísi’ mína, eitt árið er lítið framboð af rusli, annað er allt á kafi og stundum hreint og beint ekkert. Hið síðasta þykir mér alltaf vænst um.

Af bökkum Selvallavatns
Af bökkum Selvallavatns

Ekki alls fyrir löngu vorum við hjónin á ferð við Selvallavatn í Helgafellssveit. Þeir sem þekkja til á þessum slóðum eru eflaust sammála mér að vatnið er ein af fegurstu perlum Snæfellsness. Umhverfið og vatnið er einstakt og það sem meira er þarna er fjölskrúðugt fugla- og dýralíf og fallegur urrið og bleikja í vatninu. Það hefur þótt sjálfgefið að gestir gangi snyrtilega um svæðið sem er í einkaeigu og skilji ekki annað eftir sig en sporin sín. Því miður ber myndin hér að ofan nokkurs annars vitni, því þessu söfnuðum við saman (makríl stampinum líka) á 5 mín. við vatnið. Það hefði nú örugglega ekki gengið að gestum dauðum að hirða þetta upp eftir sig. En þetta rusl hefði svo sannanlega geta gengið að einhverjum öðrum dauðum, fugli og fiski.

Eins og sjá má voru þarna hnífsblöð af beittari gerðinni og girnisflækjur í töluverðu magni auk plastpoka og annarra umbúða. Hvernig gestum dettur í hug að skilja hnífsblöð sem þessi eftir á víðavangi er mér algjörlega fyrirmunað að skilja. Selvallavatn er vinsæll áningastaður og þarna skottast börn gjarnan eftir vatnsbakkanum, frelsinu fegin úr bílbeltunum. Þarna hefði getað orðið stórslys sem hvorki afsökunarbeiðni né fjármunir hefðu getað bætt. Þökkum nú fyrir okkur með góðri og varfærinni umgengni. Það eru kaldar kveðjur og lítið þakklæti til náttúrunnar og vina hennar að skilja svona rusl eftir sig.

2 Athugasemdir

  1. Sæl Íris Edda
    Öllum er heimil veiði í vatninu án sérstaks leyfis. Það eina sem landeigendur fara fram á er að veiðimenn gangi vel um svæðið, taki með sér allt rusl og skilji ekki eftir sig úrgang, s.s. innyfli eða beituúrgang.
    Bestu kveðjur,
    Kristján

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.