Það getur verið tvíeggjað að gefa ráð um stangveiði, staði eða aðferðir. Stundum er eins víst að engin ráð dugi þegar veiðigyðjan er ekki í stuði, veðurguðirnir leika einleik á rok og rigningu eða veiðimaðurinn fer ótroðnar slóðir og lendir utan veiðisvæðis. Þá getur ráðgjafinn lent á milli og verið kennt um ófarirnar.

Almennt eru veiðimenn hinir ljúfustu og tilbúnir að gefa góð ráð, jafnvel í tíma og ótíma, umbeðnir eða ekki. Fyrir utan þær óumbeðnu reynslusögur sem ég hef sett niður á þennan vef, þá kemur það annað slagið fyrir að mér berast sérstakar fyrirspurnir um góða veiðistaði. Þó ég sé ekkert sérstaklega hörundsár, þá svarar maður yfirleitt nægjanlega loðið og með nokkrum fyrirvörum þannig að ef illa fer verði manni ekki kennt um gæftaleysið.

Um daginn fékk ég beiðni um upplýsingar að barnvænu svæði, helst með fiski, fyrir tvo fisklausa unga veiðimenn með brennandi áhuga. Ég setti nokkra staði og aðferðir niður á blað og svaraði pabbanum og lagðist síðan á bæn, vonandi kæmi þetta að einhverju gagni. Og viti menn, nokkrum dögum síðar barst mér kveðja frá veiðimönnunum ungu; Meðalfellsvatnið klikkaði ekki.

Bræðurnir Daníel Hilmar (4 ára) og Ísak Heiðar (verður 6 ára á morgun)
Bræðurnir Daníel Hilmar (4 ára) og Ísak Heiðar (verður 6 ára á morgun)

Þessir bræður eiga örugglega eftir að koma fyrir á fleiri veiðimyndum í framtíðinni, flottir og þokkalega hamingjusamir með aflann úr Meðalfellsvatni. Það er ljóst hvað pabbi þeirra, Hilmar Hilmarsson kemur til með hafa fyrir stafni í sumar, hér hefur veiðibakterían komið sér hressilega fyrir. Ef eitthvað gefur ráðgjöf gildi, þá eru það þessi augnablik. Til hamingju strákar, vel gert.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.