Á Veiðisýningunni mun kenna ýmissa grasa. Sýnendur verða ríflega 20 og hér á eftir er örstutt kynning fyrstu 6 þeirra.


Atlantic Flies bjóða hinum heimsfræga hnýtara Davie McPhail til sýningarinnar. Flestir íslenskir fluguhnýtarar þekkja handbragð Davie og eflaust ætla margir að nýta tækifærið að fylgjast með honum.

Baldur Hermannsson sýnir flugur og fluguhnýtingar. Aldrei að vita nema menn geti virt tilurð Frigga fyrir sér.

Einarsson Fly fishing verða með bás á sýningunni og munu kynna vörur sínar fyrir gestum og gangandi.

Forlagið kynnir væntanlega bók um vatnaveiði á Íslandi. Bókin rekur heilt ár í lífi silungsveiðimannsins með ýmsum gagnlegum ábendingum fyrir byrjendur sem lengra komna.

Heimilistæki verða með bás á sýningunni og kynna þrjár myndavélar fyrir útvistafólk sem þeir hafa til sölu.

Hreggnasi er enn af stærstu veiðileyfasölum landsins og býður einnig upp á veiðiferðir erlendis. Hér heima bjóða m.a. upp á Grímsá, Svalbarðsá og Laxá í Kjós.


Enn ein þeirra mynda sem sýndar verða á RISE Fluguveiði Kvikmyndahátíðinni er Carpland sem er nokkurs konar veiðispennumynd í búningi heimildarmyndar. Sýnist þetta vera áhugaverð mynd af stikklunni að dæma:

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.