Flugur og skröksögur hafa stofnað til viðburðar á Facebook sem ber heitið Febrúarflugur. Markmið þessa viðburðar er að fá sem flesta veiðimenn og hnýtara til að birta upplýsingar um þær flugur sem þeir ætla sér að nýta í veiðinni næsta sumar.
Ef vel tekst til þá ættu að birtast myndir og/eða frásagnir af þeim flugum sem veiðimenn eru að hnýta í febrúar, að lágmarki ein á viku frá hverjum þátttakanda. Mögulega sjá menn þá nýjar og spennandi flugur sem bráðvantar í boxið fyrir sumarið.
Veiðimenn eru hvattir til að deila þessum viðburði sem víðast, það kemur örugglega til með að kenna ýmissa grasa í boxum veiðimanna þegar upp verður staðið í lok febrúar.