Á bóla kafi

Ég ætlaði svo sem að vera búinn að hnykkja á þessari grein í nokkurn tíma, en gleymdi því bara. Þannig var að veiðifélagi minn braut í sumar blað í sögu sinni sem veiðimanns. Hún setti sig all hressilega í spor silungsins og setti þurrflugu á bóla kaf í höndina á sjálfri sér. Agnhald og alles bara hvarf ofan í höndina.

Fluguna úr
Fluguna úr

Það getur verið erfitt að tryggja hnútinn á örlítilli þurrflugu án þess grípa þannig um hana að broddurinn standi ekki einhvers staðar að skinni og því fór sem fór og flugan stóð föst. Ekki var um það að ræða að stinga flugunni hringinn, þ.e. láta hana halda áfram og út með agnhaldið og klippa það af, þannig að taumaendi var klipptur til, þræddur í bugin á flugunni, fingri stutt á haus og kippt í; vola. Nei, konan fór ekki að vola, flugan small út og frúin gat haldið áfram að rífa upp bleikjur á þurrflugu eins og ekkert væri. Upprunulegu færslunar má finna hér ásamt ágætu myndbandi.

Ummæli

18.12.2014 – Þórunn Björk: Það var miklu verra að vera með fluguna í sér heldur en að kippa henni úr….. þarf að finna einhverja betri lausn á að herða hnútinn á pínulitlu þurrflugunni.

Eitt svar við “Á bóla kafi”

  1. Þórunn Björk Avatar

    Það var miklu verra að vera með fluguna í sér heldur en að kippa henni úr….. þarf að finna einhverja betri lausn á að herða hnútinn á pínulitlu þurrflugunni.

    Líkar við

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com