Að vera algjörlega fastur í fluguveiðinni getur verið óþægilegt og þá er ég sko að tala um að vera fastur. Það kemur fyrir einn og einn veiðimann að krækja flugu þannig í sig að hún verður ekki losuð með auðveldum hætti. Sumar aðferðirnar til að losa þessar elskur eru svolítið óhugnarlegar, aðrar beinlínis snjallar og ekkert að óttast, nema þá sársaukann.

Þessi aðferð er í raun afskaplega einföld, en byggir svolítið á því að þú kunnir að rífa plástur af viðkvæmum stöðum líkamanns. Það eina sem þú þarft er sterkur þráður eða taumaefni sem þú bregður í bugðuna á önglinum, setur þumalinn á auga öngulsins og þrýstu því þéttings fast niður að holdinu. Og… svo kippa í spottann, hratt og ákveðið. Ekki tvínóna við þetta, það verður bara verra.
Þetta er virkilega hægt eins æringjarnir í Jazz & Fly Fishing sýna hér að neðan:
Ummæli
18.09.2012 – Kristinn hjá veida.is: Þetta kallar maður praktískar ráðleggingar. Það ættu allir að kunna skil á þessari aðferð enda flestir sem upplifa svona kringumstæður, einhverntíman á fluguveiðiæfinni.
Kveðja,
Kristinn
15.09.2012 – Gústaf Ingvi: Það er nú vonandi að maður þurfi aldrei að nota þessa tækni
15.09.2012 – Palli G: Prófaði þetta á svila mínum í sumar og það virkaði svona líka ljómandi vel. Spurði hann bara hvort hann vildi augnabliks sársauka eða 3 tíma bið á bráðamóttökunni.
Hann var reyndar smá efins þegar ég sagði: “Treystu mér. Ég hef aldrei gert þetta sjálfur en ég sá myndband á netinu”. Eflaust það síðasta sem margir hafa heyrt á ævinni.
Senda ábendingu