Það er ekki oft sem við veiðifélagarnir bregðum okkur í veiði og gistum í öðru en ferðavagninum okkar, en það kemur fyrir. Kvöld eitt í sumar, rétt í þann mund sem við vorum að taka okkur til í kvöldveiði, kom til mín nágranni á gististað, nokkuð einkennilegur á svip. Þarna var á ferðinni erlendur ferðalangur, veiðimaður í göngutúr um hálendi Íslands án stangar, nánast guðlast en förum ekki út í þá sálma.

Maðurinn virti útbúnaðinn fyrir sér og spurði kurteislega hvort við værum á leið í veiði. Ég játti því og spurði að bragði hvort hann væri veiðimaður. Jú, eitthvað fór fyrir því, hann hefði rétt ný lokið viku veiðiferð til Alaska og gert skemmtilega veiði. ‚En hvar veiðir maður hér?‘, spurði hann og skimaði í kringum sig. Ég átti örlítið erfitt með að finna viðeigandi svar, hefði helst viljað leiðrétta spurninguna og snúa henni við ‚Hvar veiðir maður ekki hér?‘ en ég lét það vera. Þess í stað svaraði ég því til að við hefðum hugsað okkur að skjótast þarna rétt yfir ásinn og renna fyrir urriða í gíg-vatninu sem væri þar undir fjallinu.

Það var víst í ævintýri H.C. Andersen, Eldfærunum, að hundurinn var með augu á stærð við undirskálar og það var u.þ.b. stærðin á augum ferðalangsins þegar ég lét þetta út úr mér. ‚Er fiskur í þessum vötnum sem ég er búinn að labba framhjá?‘, spurði hann loks, fullur vantrúar. Það var beinlínis sárt að horfa á mann greyið þegar ég svaraði honum því til að hér væri fiskur í nánast öllum vötnum og víða allt of mikið af honum, ‘Ertu ekki með veiðistöng með þér?‘ ‚Nei, ég athugaði með veiðileyfi áður en ég kom, en hætti alveg við þegar ég sá verðlagið‘, svaraði hann og leit heldur niðurlútur á gönguskóna sína. Mér datt helst í hug að hann væri að verðleggja þá og væri til í að láta þá upp í veiðistöng á staðnum.

Vatn við enda regnbogans?
Við enda regnbogans

Þessi stuttu kynni mín af þessum veiðimanni á villigötum og spjalli okkar næsta morgun færðu mér heim óþægilega staðreynd sem mig hafði samt grunað í nokkurn tíma. Orðspor íslenskrar veiðimenningar erlendis snýst um hátt verðlag, ekki náttúrufegurð eða almennt aðgengi að veiði á skynsamlegu verði. Það er víst eitthvað til í því að útlendingum finnist eins og við séum að selja fjársjóðinn við enda regnbogans, ekki veiðileyfi. Hér eru einhverjir svo sannanlega á villigötum.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.