Þar sem mestar líkur eru á að formlegri stangveiði sé lokið í vötnunum þetta árið og lítið við að vera í þeim fáu en þó nokkuð góðu frístundum mínum sem eru framundan,  þá er komið að því að blása lífi í nýjar færslur á síðunni. Í sumar hafa þær nær einskorðast við frásagnir af veiðiferðum sem samtals urðu 25 á móti 37 í fyrra. Þetta árið taldi ég 148 fiska sem er nærri þreföldun frá árinu 2013. Það verður víst seint sagt að eitthvert hrun sé í þessari veiðimennsku.

Færslurnar á síðunni verða vonandi aldrei færri en tvær í viku hverri í vetur, vonandi fleiri þegar nær dregur vori. Eins og endranær kem ég til með að nýta mér viðburði sumarsins, reynslu og eigin mistök til að sjóða saman einhverjar hugrenningar og frásagnir sem verða vonandi einhverjum til gagns, já eða bara til gamans og aðhláturs.

Úr heimsóknartölum á síðuna má lesa að fylgjendur sækja ekkert síður inn á Flugur og skröksögur yfir sumarmánuðina heldur en á vetrum. Vissulega dregur örlítið niður í þeim þegar hæst stendur í veiðinni, en í raun mun minna heldur en ég hef alltaf átt von á. Mánaðarlega heimsóknir haldast í ríflega 9.500 yfir sumarmánuðina en aukast verulega þegar menn skila sér inn úr sumrinu og líður á veturinn. Þegar þetta er skrifað hafa yfir 255.000 heimsóknir dottið inn á síðuna frá því í maí 2010. Takk fyrir að fylgjast með og sýna þessu pári mínu áhuga.

Úr Veiðivötnum - Langavatn
Úr Veiðivötnum – Langavatn

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.