Fyrsti skreppur eftir sumarfrí í veiði var nú ekkert í líkingu við næstu á undan en ánægjulegt þó að komast loksins aðeins frá daglegu amstri. Fyrir valinu varð að skjótast í Kleifarvatn. Eftir nokkur döpur ár og frekar neikvæðar fréttir af þessu annars ágæta veiðivatni, þá virðist eitthvað vera að rofa til. Nokkrir veiðimenn hafa verið að fá fína urriða og þokkalegar bleikjur í vatninu síðustu vikur, þannig að mér fannst ekkert úr vegi að reyna við vatnið einu sinni í sumar.

Við hjónin vorum mætt nokkuð tímanlega fyrir kvöldstilluna og þreyttum sjálf okkur í nokkurn tíma á móti vindinum undir Vatnshlíðinni þar til vindurinn datt niður og stillan tók við. Og það var eins og við manninn mælt, vökurnar byrjuðu …. langt utan kastfæris. Þeir fáu fiskar sem hættu sér nærri bakkanum voru flestir undir matfiskstærð, en okkur tókst að særa upp tvö fiska á þeim skamma tíma sem stillurnar vörðu, 15 og 30 sm. bleikjur. Sú stærri var vel í holdum, fallegast fiskur og án allrar óværu. Kannski er bleikjan bara að ná sér aðeins á strik í vatninu.

Einhver reitingur af veiðimönnum voru á staðnum, en ekki þori ég að segja til um hversu mikill aflinn hafi verið hjá mönnum. Margir létu sig hverfa um leið og kulaði þannig að það er e.t.v. einhver vísbending um að ekki hafi allir verið í fiski.

Veiðitölur ársins

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 / 1 75 / 72 / 0 15 / 21 18 / 24

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.