Það kemur ekki oft fyrir að hér birtast greinar eða frásagnir frá öðrum en sjálfum mér, hvað þá að ég skrifi eitthvað í nafni annarra. En nú ber svo undir að ég skrifa í nafni hins óþekkta veiðimanns. Um er að ræða skáldaða frásögn af veiðiferð í Löðmundarvatn sunnan Tungnaár.

Mikið var veðrið glimrandi gott 30.júlí þegar við fjölskyldan skelltum okkur í Löðmundarvatn. Við stoppuðum góða stund við vatnið og gerðum gríðarlega góða veiði. Bleikjan var einstaklega viljug að taka, en frekar var hún smá. Þar sem ég hafði heyrt eitthvað af því að maður ætti ekki að eira bleikjunni þarna þótt smá væri, þá tókum við allan fisk á land og hentum í flæðarmálið. Helv… refurinn og minkurinn hefðu þá eitthvað að éta. Svo var himbrimi á vatninu og hann gæti örugglega gert sér smælkið að góðu.

Fyrstu fiskarnir
Refafóður

Fljótlega misstu krakkarnir áhugann á veiðinni og fóru að leika sér en við hjónin veiddum langt fram í myrkur. Svo mikill varð aflinn að fjaran dugði ekki lengur þannig að ég tróð smælkinu í plastpoka þannig að auðveldara væri fyrir mömmu að henda því í ruslið sem vargurinn vildi ekki. Nú er bara að bíða eftir því að mamma mæti á svæðið og taki til eftir mig. Það verður ekki af því skafið hve dásamlegt það er að njóta náttúrunnar góða kvöldstund.

Hrimbrimamatur
Hrimbrimamatur

Svo mörg voru þau orð. Kannski var sagan á bak við þessa dauðu fiska sem við hjónin gengum fram á við bakka Löðmundarvatns að kvöldi 30.júlí bara einhver allt önnur. Hver veit?

Eftir stendur að aflapokinn hafði sprungið,  lág tómur í flæðarmálinu og fjaran eins og eftir dínamítveiðar, fiskur út um allt. Því miður hefur viðkomandi veiðimaður ekki gert sér grein fyrir því að hringrás orms í fiski verður aldrei rofinn með því að skilja fisk eftir fyrir fugl. Að gauka einum og einum fiski að ref eða mink er nokkuð saklaust, en fuglinn er hýsill sýkingar og hann skilar henni örugglega aftur í vatnið og viðheldur þannig ormi í fiskinum okkar.

Það er alveg rétt að alla bleikju skal taka á land í Framvötnum, þar veitir ekki af allri þeirri grisjun bleikju sem við verður komið. Að sjálfsögðu verður maður þá að taka viðkomandi fisk með sér og koma honum þannig fyrir að vargurinn komist ekki í hann.

Ég hef svo sem ekkert fleira að segja þessum veiðimanni en smá skilaboð til mömmu hans: Þú þarft ekki að mæta og taka til eftir strákinn, ég tíndi þessa fiska saman og kom í ruslið hjá stelpunum við Landmannahelli.

Það sem fór í ruslið
Það sem fór í ruslið

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.