Ég átti leið framhjá Hlíðarvatni í Selvogi í gær og það gladdi mitt litla hjarta að sjá að veiðimenn voru í öllum veiðihúsum við vatnið. Að vísu stóð ekki sérlega vel á þegar ég renndi framhjá, því nokkuð hressilegir skúraleiðingar gengu yfir eða eins og ferðafélagi minn sagði; Það er eiginlega alveg mígandi blíða hérna. En veiðimenn létu nokkra rigningardropa ekkert á sig fá. Einn var á veiðum undan húsi Selfyssinga, einn að gera sig kláran hjá Hafnfirðingum, einn í Botnavíkinni, væntanlega úr húsi Árbliks, einn að gera sig kláran úr húsi Ármanna og töluverður fjöldi við hús Stakkavíkur.

Það er ánægjulegt að veiðimenn blási lífi í gamlar glæður og endurveki ástfóstur við þetta glæsilega veiðivatn, aukin ástundun er jú öruggasta leiðin til að hífa veiðitölurnar upp.

Hlíðarvatn í Selvogi
Hlíðarvatn í Selvogi

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.