Eldvatn í Meðallandi, 12. apríl

Það hefur blundað svolítið í mér síðustu árin að komast í birting að vori, svona til að prófa. Nú um helgina var svo komið að stóru stundinni, Eldvatn í Meðallandi frá hádegi laugardags til hádegis á sunnudag. Að vísu gerðum við hjónin aðeins meira úr reisunni og lögðum af stað austur á föstudaginn með næturdvöl á sveitahóteli rétt vestan Skóga.

Ekki var veðurspá laugardagsins neitt til að hrópa húrra fyrir og það virtist sem mörgum veiðimanninum yxi sú spá í augum, því við hjónin vorum ein með veiðihúsið við Eldvatn svo það var vel rúmt um okkur í þessu glæsilega húsi. Hvað um það, við mættum skömmu fyrir hádegi á laugardag að Eldvatni, 7-8 °C hiti, norðlægur stinningskaldi, en þokkalega bjart yfir. Eftir smá snarl tókum við okkur til og byrjuðum að kanna svæðið, hvorugt okkar þekkti nokkuð til þannig að þetta var svolítið eins og að renna blint í sjóinn. Fljótlega varð þó ljóst að norðurbakkinn yrði fyrir valinu þar sem hann bauð skjól fyrir norlægum vindinum. Við renndum upp fyrir veiðistað 15 og fikruðum okkur hægt og rólega niður eftir ánni.

Blendingurinn
Blendingurinn

Það er skemmst frá að segja að rétt við veiðistað 15 setti ég í þokkalegan fisk sem frá fyrstu stundu var ekkert að gefa eftir. Sá tók Blendinginn frá Svarta Zulu sem mér áskotnaðist ekki alls fyrir löngu. Glæsileg fluga sem ég hafði strax mikla trú á og það sannaði sig heldur betur þarna.

Eftir nokkuð góða viðureign náði ég loks að þreyta fiskinn upp að bakkanum en þá tók hann svo snarpan kipp að toppurinn á stönginni fór í sundur. Þar kom að því að ég bryti stöng. Ég náði samt að koma fiskinum að landi, taka úr honum fluguna og smella eins og einni mynd af honum með GPS tækinu (veiðifélaginn víðs fjarri að færa bílinn).

~65 sm. úr Eldvatni
~65 sm. úr Eldvatni

Á meðan ég fálmaði eftir GPS tækinu og smellti af, varð mér hugsað til málbandsins sem var fest við veiðitöskuna í bílnum, víðs fjarri. Nú voru góð ráð dýr, þannig að lengdin var einfaldlega mæld á handlegg; frá fingurgómum og upp að handarkrika sem síðari mælingar staðfestu að séu réttir 65 sm.

Sæll og ánægður með þann fyrsta úr Eldvatni rölti ég í humátt á eftir konunni (og bílnum) eftir að hafa sleppt þessu glæsilega fiski. Eftir að hafa smellti auka toppnum á stöngina og hélt ég síðan áfram að kanna svæðið. Já, það getur borgað sig að vera með JOAKIM’S þar sem auka toppur fylgir.

Ekki varð meiri afli hjá okkur hjónum í þessari ferð þrátt fyrir að við færum víða á laugardeginum og héldum áfram að kanna ánna á sunnudag frá um kl.8 og fram undir hádegi. Áin bíður upp á marga fallega veiðistaði og glæsilegt umhverfi eða eins og konan hafði á orði; Það eru landslagsmálverk hérna hvert sem litið er.

Veiðitölur ársins

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 / 0 0 1 0 / 2 1 / 2

Eitt svar við “Eldvatn í Meðallandi, 12. apríl”

  1. Að lokum | FLUGUR OG SKRÖKSÖGUR Avatar

    […] úr Meðalfellsvatni á fyrsta í Veiðikorti, þ.e. 1. apríl. Ellefu dögum síðar skrapp ég í Eldvatnið og braut blað í sögu minni sem veiðimaður; braut toppinn á uppáhalds stönginni minni. […]

    Líkar við

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com