Vopnaður stöng #4 og púpuboxi, íklæddur ullarnærfötum innanundir, með taumaveski og veiðigleraugu í vasanum lét ég mig hafa það að renna upp í Kjós eftir vinnu í dag. Einhverra hluta vegna hefur það orðið að hefð hjá mér að byrja árið í Meðalfellsvatni, sama á hverju dynur. Það dundi nú svo sem ekki neitt í dag, veðrið var eins gott og það getur orðið á þessum árstíma, léttur austan andvari og hiti upp á 7 – 8 °C. Að vísu var ekki nema helmingur vatnsins komin undan ís, en það hefur nú oft verið minna þegar það opnar 1.apríl. Þar sem aðeins lítill hluti vatnsins var auður að vestan, renndi ég austur fyrir og kom mér fyrir í grennd við ósa Sandár. Loksins, ég var komin með stöngina aftur í hönd, frábær tilfinning.

Þegar ég mætti á staðinn laust eftir kl.17 voru tveir að veiðum fyrir botninum og mögulega einhverjir þrír við vestur bakkann. Fljótlega fór að bóla á fleiri veiðimönnum og mér var því ekki til setunnar boðið ef ég ætlaði að hafa eitthvert val um veiðistað svo ég smellti stönginni saman með hefðbundinni flotlínu og álíka hefðbundnum blóðormi #14 á u.þ.b. 12′ taum.

Fyrirfram ætla ég að biðja þá sem urðu vitni að næsta kafla sögunnar, afsökunar. Hann var ekki 50 sm. sjóbirtingurinn sem tók hjá mér í fjórða kasti, hann var víst 60 sm. (Ég hafði ekki tækifæri til að mæla háfinn minn sem ég notaði sem viðmið fyrr en ég kom heim) Já, ég opnaði reikning sumarsins með þessum líka glæsilega birtingi sem var að snuddast þarna örstutt frá landi og lét glepjast af blóðorminum mínum. Að fá að glíma við þennan bolta með stöng #4 var hrein og klár óska-byrjun sumarsins og gefur góð fyrirheit fyrir sumarið. Þess ber að geta að skv. venju var þessum fyrsta fiski sumarsins sleppt og var ekki annað að sjá en hann væri frelsinu feginn.

Af öðrum aflabrögðum fer ekki miklum sögum, heyrði þó af tveimur til viðbótar en síðan ekki söguna meir.

Veiðitölur ársins

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 / 0 0 1 0 / 1 0 / 1

Ummæli

01.04.2014 – Aron Jarl: Sæll Kristján, takk fyrir skemmtilegt spjall uppí Meðalfellsvatni í kvöld. Glæsileg byrjun hjá okkur að ná fiski fyrsta daginn þó svo ég hafi þurft að setja í minni pokann. Það er alltaf gaman að hitta menn sem eru kurteisir og til í að deila reynslu og sögum með manni á veiðistað. Ákaflega gaman og fróðlegt að skoða þetta blogg.
Bjóðormurinn stóð undir nafni sínu í kvöld. Maður sofnar með bros á vör á koddanum í nótt.
Kv. Aron Jarl

Svar: Sæll og takk sömuleiðis. Það er ekki minnst skemmtilegt að hitta aðra veiðimenn, þennan dag sem aðra, og skiptast á sögum og upplýsingum. Varðandi brosið; ég held að ég þurfi að leita mér aðstoðar, er orðinn aumur í kinnunum, næ bara ekki að þurrka þetta glott af andlitinu 🙂

02.04.2014 – Kristján Einar KristjánssonHrikalega gaman að rekast á ykkur þarna uppfrá, frábært kvöld og takk fyrir aðstoðina!

Svar: Takk, sömuleiðis. Bara óskandi að sumarið verði nú eins og gærdagurinn gaf fyrirheit um.

3 Athugasemdir

  1. Sæll Kristján, takk fyrir skemmtilegt spjall uppí Meðalfellsvatni í kvöld. Glæsileg byrjun hjá okkur að ná fiski fyrsta daginn þó svo ég hafi þurft að setja í minni pokann. Það er alltaf gaman að hitta menn sem eru kurteisir og til í að deila reynslu og sögum með manni á veiðistað. Ákaflega gaman og fróðlegt að skoða þetta blogg.
    Bjóðormurinn stóð undir nafni sínu í kvöld. Maður sofnar með bros á vör á koddanum í nótt.
    Kv. Aron Jarl

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.