Nú styttist þetta óðum. Dagurinn nálgast eins og óð fluga og misvitrir spámenn taka sig saman í andlitinu og spá annað hvort bongo-blíðu eða ausandi rigningu. Annars var staða vatnanna í nágrenni Reykjavíkur nokkuð misjöfn þegar ég var á ferðinni síðdegis í gær.

Vífó undir sólstöfum
Vífó undir sólstöfum

Vífilsstaðavatn spókaði sig undir sólstöfum laust fyrir kl.19 í gær. Íslausi parturinn hefur stækkað örlítið síðustu daga, en betur má ef duga skal. Að vísu er komin töluverður bloti í ísinn og það sem eftir er verður væntanlega fljótt að hverfa ef hlýnar og rignir eins og spáð er.

Kleifarvatn - 29.mars
Kleifarvatn – 29.mars

Enn eru rúmlega 15. dagar í opnun Kleifarvatns á Reykjanesi og e.t.v. ekki tímabært að byrja að telja niður í veiði eins og vatnið leit út í gær, 29.mars. Að vísu lék náttúran sér næst suðurbakkanum og teiknaði ýmsar rásir og rennur í ísinn sem annars var nokkuð þéttur og þykkur á vatninu, enn sem komið er. Það verður væntanlega nokkur tími í að vatnið losi sig við allan ís. Hef fulla trú á Kleifarvatni á komandi sumri eftir hrakfarir síðustu tveggja ára.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.