Dagatalið segir okkur að nú séu 10 dagar þar til fyrstu vötnin opni þetta árið, þ.e. þau sem ekki hafa verið opin í allan vetur. Af því tilefni tók ég smá rúnt um nágrennið í morgun og tók stöðuna á þeim sem hendi eru næst.

Helluvatn
Helluvatn

Eins og leið mín lá, kom ég fyrst að Helluvatni sem enn er hulið ís að helmingi og allt í lagi með það því enn eru ríflega 30 dagar í að það opni, sumardaginn fyrsta.

Í Helluvatni við brúnna
Í Helluvatni við brúnna

Frá Helluvatni lá svo leið að Elliðavatni og við brúnna á milli vatna lá þessi gaur og lét ekkert trufla sig í morgunsárið. Ég gerði mig meira að segja sekan um að smella smá steini í vatnið í þeirri von að hann færði sig aðeins nær farsímalinsunni, en minn létt ekkert hagga sér þarna í blíðunni.

Elliðavatn
Elliðavatn

Ekki þori ég að segja til um hve stór hluti Elliðavatnsins er enn undir ís, en hann er töluverður, ef undan er skilið Vatnsvatn við Ellivatnsbæinn. Mér sýndist stærstur hluti Vatnsendavatns enn vera undir ís.

Og þá lá leið að Vífó og merkilegt nokk, það er enn að mestu hulið ís og ef fram fer sem horfið verður ansi þétt setinn bekkurinn við þann lita part vatnsins sem er ís laus. En, það þarf nú kannski ekki nema nokkra góða daga til að þynna í ísnum svo það verður vel hæft til kastæfinga bráðlega.

Vífilsstaðavatn
Vífilsstaðavatn

Það  er smá læna komin undan ís frá Vatnsbotni og út með helmingi suðurbakkanns, kannski pláss fyrir 10-15 ef vel fer á með veiðimönnum, eins og gerist nú reyndar oftast.

Af öðrum vötnum í nágrenni Reykjavíkur er mest lítið að frétta. Vefmyndavél að Bæ í Kjós sýnir okkur Meðalfellsvatnið í vetrarbúningi (sjá hér) og svipaða sögu er að segja af Þingvallavatni, enda 30 dagar í að það opni.

Ummæli

22.03.2014 – Siggi Kr.: Þetta lítur nú bara alls ekki illa út. Langtímaspáin hjá norsku veðurfræðingunum er öll fyrir ofan frostmarkið þannig að Vífó verður örugglega klárt að taka á móti veiðimönnum 1. apríl. Allavega ætla ég að fara… (ef veður verður hagstætt).

Svar: Já, maður lætur sjá sig einhvers staðar á Hátíðisdegi Veiðimanna og annara prakkara.

One comment

  1. Þetta lítur nú bara alls ekki illa út. Langtímaspáin hjá norsku veðurfræðingunum er öll fyrir ofan frostmarkið þannig að Vífó verður örugglega klárt að taka á móti veiðimönnum 1. apríl. Allavega ætla ég að fara… (ef veður verður hagstætt).

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.