Þjóðgarðsráð, í samráði við veiðifélög og einstaka veiðimenn, hefur ákveðið að leyfa veiði frá og með 20.apríl fyrir landi Þjóðgarðsins á Þingvöllum. Er þetta 10 dögum fyrr en venja hefur verið til. Jafnframt var ákveðið að frá 20.apríl og út maí verði aðeins heimilt að veiða á flugu og skal öllum urriða sleppt á þessu tímabili. Lesa má um þetta í fundargerð Þingvallanefndar frá 6.mars sem nálgast má hér. Þá er bara að vona að rætist úr vorinu snemma þetta árið, því það eru jú bara 38 dagar til stefnu og færri í Meðalfellsvatnið, Hraunsfjörðinn, Syðridalsvatn, Vífilsstaðavatn og Þveit, sé miðað við vötnin á Veiðikortinu.

Þar með hefur Þingvallavatn skotist fram fyrir Elliðavatn því þar hefst veiði sumardaginn fyrsta sem ber upp á 24.apríl þetta árið. Kannski veiðifélag Elliðavatns endurskoði ákvörðun sína, því oft hefur nú viðrað til veiði fyrir sumardaginn fyrsta í Heiðmörkinni.

Þingvallavatn
Þingvallavatn

Ummæli

13.03.2014 – Siggi.Kr.: Nú hef ég ekki stundað Þingvallavatn að vori og veiði svosem ekki nema á flugu svo þetta breytir litlu fyrir mig en miðað við hvernig umræðan hefur oft verið um þetta mál grunar mig að nú verði einhver hvellur…

Svar: Já, það gæti verið að einn og einn spjallvefur farið nú á hliðina. Ég vona bara að menn gefi gífuryrðum frí í þetta skiptið og leyfi Þingvallaurriðanum að njóta vafans. Ég hef svo sem ekki verið mjög duglegur síðustu árin í norðan garranum á Þingvöllum og allra síst hef ég skotið út flugu á urriðaslóðum vatnsins, það eru margir aðrir staðir þar sem fækka má urriðanum t.d. í Elliðavatni og eflaust víðar 🙂

1 Athugasemd

  1. Nú hef ég ekki stundað Þingvallavatn að vori og veiði svosem ekki nema á flugu svo þetta breytir litlu fyrir mig en miðað við hvernig umræðan hefur oft verið um þetta mál grunar mig að nú verði einhver hvellur…

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.