Ágætu veiðimenn og konur. Vegna smá verkefnis sem ég er að dunda við vantar mig nokkrar ljósmyndir og biðla því til ykkar um aðstoð. Helst vantar mig myndir af bleikjuafbrigðunum okkar fjórum; dvergbleikju, murtu, kuðunga- og sílableikju.

Myndirnar þurfa að vera í fullri upplausn, þ.e. óskornar af forritum eða vefjum og almennt í góðum gæðum. Ég get ekki lofað umbun fyrir aðstoðina, annarri en þeirri að nafn höfundar og aðrar upplýsingar sem hann kýs að verði látnar fylgja með verður getið, þ.e. komi til birtingar á vef eða prenti.

Þeim sem sjá sér fært að aðstoða mig eru beðnir um að senda mér skilaboð eða tölvupóst á kristjfr (hjá) simnet.is

Með fyrifram þökk,

Kristján Friðriksson

Lítill fengur
Lítill fengur

Ummæli

02.02.2014 – Nafnlaus: Þú veist að bleikjuafbrigði á Íslandi eru svolítið fleiri en fjögur. Í Þingvallavatni einu eru fjögur afbrigði og eru þau kölluð þetta sem þú nefnir. Hinsvegar eru fjölmörg önnur vötn (flestöll bleikjuvötn landsins) með 1-3 afbrigði. Afbrigði sem líkist til dæmis Þingvallavatnsmurtu en lifir í Svínavatni er ekkert skyldara murtu en einhverju öðru afbrigði.

Svar: Takk fyrir þarf ábendingu. Sé nú að ég hefði mátt vera nákvæmari og jafnvel mátt sleppa því að telja upp ‘Þingvalla-afbrigðin’ sem væntanlega hafa þvælst fyrir einhverjum. Að sjálfsögðu eru allar myndir einhverra þeirra tuga afbrigða sem finnast á Íslandi, vel þegnar og mér hafa nú þegar borist nokkrar frábærar myndir. Hvort sem menn luma á mynd af Gjáarlontu eða Krús úr Mývatni eða bara einhverju afbrigði öðru, þá eru allar myndir vel þegnar.

1 Athugasemd

  1. Þú veist að bleikjuafbrigði á Íslandi eru svolítið fleiri en fjögur. Í Þingvallavatni einu eru fjögur afbrigði og eru þau kölluð þetta sem þú nefnir. Hinsvegar eru fjölmörg önnur vötn (flestöll bleikjuvötn landsins) með 1-3 afbrigði. Afbrigði sem líkist til dæmis Þingvallavatnsmurtu en lifir í Svínavatni er ekkert skyldara murtu en einhverju öðru afbrigði.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.