sbs_stangveidaraislandiÞessi bóka jól ætla að færa okkur veiðimönnunum nokkur gullkorn, í það minnsta fyrirheit um slík. Í það minnsta þrjár eigulegar bækur fyrir áhugamenn um veiði koma út núna fyrir jólin. Ég hef áður nefnt bækur Sölva Björns, Stangveiðar á Íslandi og Íslensk vatnabók. Einstaklega eigulegt verk og mikið að vöxtum sem nú nýlega var tilnefnt til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðibóka. Í þessum bókum rekur Sölvi Björn sögu stangveiða á Íslandi lengra aftur en elstu menn muna og kryddar skemmtilega með innskotum hundruða veiðimanna.

sjh_fluguveidiradStefán Jón Hafsten hefur síðan tálgað úr viskubrunni sínum nokkur Fluguveiðiráð og sett í samnefnda bók. Ég hef rétt aðeins gluggað í bókina og það sem ég sá lofar góðu, í það minnsta þeir kaflar sem ég renndi yfir, þ.e. um vatna- og silungsveiði. Það skal engan furða hve mörg heilræði er að finna í bók þessari þar sem Stefán hefur úr töluverðum forða að moða af vef sínum flugur.is  Ekki síður eiguleg bók og á eflaust eftir að gleðja marga veiðimenn um jólin og fram að fyrstu veiðiferð næstu vertíðar.

gg_silunguraislandiNýjasta bókin í flórunni fyrir þessi jól er svo frá Guðmundi Guðjónssyni ritstjóra Vötn og veiði og ber nafnið Silungur á Íslandi. Mér hefur ekki tekist að koma höndum yfir bók þessa ennþá, en ef að líkum lætur er hér ekki um neitt hálfkák að ræða enda Guðmundur þekktur fyrir ritstörf sín í gegnum tíðina. Af efnistökum bókarinnar má nefna umfjöllun um staðbundinn urriða og bleikju í stöðuvötnum og sömu stofna í straumvatni auk lýsinga af þekktum veiðistöðum þar sem landsþekktir veiðimenn eiga innlegg.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.