KORTID2014Veiðikortið 2014 er að koma út á næstu dögum, þannig að það ætti að vera klárt í jólapakka landsmanna. Tvö ný vötn bætast við og eitt dettur út. Verðið er óbreytt frá því í fyrra eða kr. 6.900, sannkölluð kjarabót á meðan allt annað hækkar.

Tvenn ný vötn verða á kortinu þetta árið; Gíslholtsvatni í Holtum og Vestmannsvatni í Suður-Þingeyjarsýslu.  Eitt svæði dettur út; Þingvallavatn II fyrir landi Ölfusvatns.

Bæklingur ársins er klár á netinu og hann má nálgast hérna.