Lesendum þessarar síðu þarf ekkert að koma það á óvart þegar ég játa að ég hef undanfarin ár haldið tryggð við Joakim’s flugustangir í mínum meðförum. Stangirnar og sú þjónusta sem ég notið hjá Joakim’s hafa hreint og beint verið framúrskarandi og ég þori því alveg að lauma smá auglýsingu hér inn frá Joakim’s sem ætti að gleðja veiðimenn allt til loka janúar 2014:
Við eigum talsverðan lager og höfum áhuga á að minnka hann og rýma til fyrir nýjum vörum.
Nú hafa JOAKIM´S flugustangir verið á markaðnum í tæp 11 ár og hafa mjög margir góða reynslu af þeim. Enda þótt við séum ekki með svokallaða lífstíðarábyrgð heldur venjulega vöruábyrgð eins og skylda er þá er það mál manna að okkar ábyrgð og þjónusta sé engu síðri en annarra söluaðila. JOAKIM´S ehf býður einnig upp á margt annað í fluguveiði svo sem hjól, línur, króka til hnýtinga, kúlur, keilur, þverhausa og flashabou. Einnig flugubox, háfa, veiðivesti, hjólatöskur og öndunarvöðlur. Í meðfylgjandi lista er að finna allar okkar vörur og nú á verði sem er lægra en nokkru sinni fyrr og gildir hann á meðan birgðir endast eða til 31.janúar 2014. Við höfum aldrei haft eiginlega útsölu á vörum okkar en alltaf boðið hagstætt verð. Ástæðan fyrir því að við getum boðið svo lágt verð er að það er engin yfirbygging og engir fastráðnir starfsmenn. Við vinnum þetta utan hefðbundins vinnutíma og bjóðum fría heimsendingu um allt land ef verslað er fyrir kr. 15.000,- eða meira. Einnig er hægt að koma til okkar til að skoða eða sækja vörur. Vörulisti lagersölunnar má opna hér ásamt pakkatilboðum hér. Vörurnar má flestar sjá á heimasíðu Joakim’s, joakims.is
Jón V.Óskarsson 698 4651 joakims@simnet.is eða Júlíus Guðmundsson 699 2087 julli@vortex.is
Senda ábendingu