Það virðist vera nokkuð rólegt yfir veiðimönnum þessa daga, lítið um innlegg á spjallsíðum og eiginlega enn minna um færslur á veiðibloggum. Fyrst lítið er að frétta héðan frá Íslandi, þá er ég búinn að merkja nokkur áhugaverð erlend tímarit inn á Issuu-síðuna mína ef einhver hefur áhuga á að blaða í gegnum nokkur tímarit. Smelltu á myndina til að opna Issuu.
Smá viðbót: ég hafði varla sleppt orðinu þegar Veiði-Eiður kom með þessa fínu samantekt eftir sumarið á blogginu sínu. Endilega lítið við hjá honum hérna.

Önnur tímarit sem ekki eru gefin út á Issuu, reyni ég að uppfæra reglulega hér til hliðar á síðunni.