fos_stangveidaraislandiAð öllu jöfnu telst það ekki í frásögur færandi að maður kíki í bókabúð, en í þetta skiptið var það gert í mjög svo ákveðnum erindagjörðum. Ég ætlaði nefnilega að skyggnast í bækur Sölva Björns, Stangveiðar á Íslandi og Íslensk vatnabók.

Fyrirfram vissi ég að samtals næðu þessar tvær bækur ríflega 1000 blaðsíðum og hlytu því að vera nokkurt verk, en hvorki óraði mig fyrir umfanginu eða innihaldinu. Þetta er glæsilegt verk með mörgum frábærum lýsingum og frásögnum veiðimanna, framsett á skemmtilegan og auðlesin máta sem ber höfundi gott vitni um áhuga og elju við skrif.

Auðvitað greip egóið aðeins um sig og ég fletti í gegnum langar nafnaskrár beggja bókanna og fannst bara nokkuð til þess koma að eiga þar nokkur innlegg ásamt fjölda annarra veiðimanna og kvenna.

Þetta eru einstaklega eigulegar bækur sem vonandi eiga eftir að rata á náttborðið hjá mér innan tíðar.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.