
Ég fer ekkert dult með það að þetta er ein af uppáhalds myndunum mínum hin síðari ár, Að ramba á stein með þremur vorflugulirfum í næstum 100% samhliða línum er nokkuð sem gerist ekki á hverjum degi.
Það er ekki laust við að eftirmyndin, Peacock Kolbeins Grímssonar, blikkni nú samt í samanburði við þessa meistarasmíð náttúrunnar. En þannig er því nú farið um flest sem við mennirnir búum til og sækir sér fyrirmyndir í náttúruna.
Frábær mynd og frábær síða. Kíki reglulega við hérna 🙂