
Klassísk blá með mosa, skýjum og sól í bakið. Hér er ekkert falið, allt nokkuð augljóst í Hítardalnum.

Hér er aftur allt grátt og maður veit í raun ekkert á hverju maður getur átt von þarna handan Foxufells í Hítardal. Sami dalur, sama vatn, allt annar staður og ég er viss um að fiskurinn hagaði sér allt öðruvísi þessa tvo daga.