Eitthvað finnst mér eins og veiðiárið hjá mörgum sé orðið svolítið sölnað þessa dagana. Það er ekki laust við að maður sakni veiðifrétta á bloggsíðunum.
Þótt veðrið hafi e.t.v. ekki leikið alveg við okkur veiðimennina síðustu vikur, þá eru í það minnsta 20 dagar eftir af tímabilinu, 30 í mörgum vötnum og haustið er oft góður tími í vatnaveiði. Svo má ekki gleyma birtinginum, hann er að koma sterkur inn núna.
