Felumynd
Felumynd

Þegar fiskurinn er styggur þá er veiðimönnum ráðlagt að hreyfa sig hægt og láta lítið fyrir sér fara. Hvort þessi veiðimaður hefur tekið ábendingu aðeins of alvarlega, skal ósagt látið, en eitt er víst hann sést ekki mikið á þessari mynd.

Nú kann einhver að spyrja; Veiðimaður á þessari mynd? Jú, þarna er veiðimaður á ferð. Vísbending: leitaðu að stangartoppi. Annars minnir mig að veiðin hafi nú ekkert verið of mikil þetta kvöld á Skaga og líklegri skýring á síðbúnum veiðimanni í náttstað sé frekar sú að hann hafi viljað njóta kyrrðarinnar og fegurðarinnar eins lengi og unnt var.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.