
Þegar fiskurinn er styggur þá er veiðimönnum ráðlagt að hreyfa sig hægt og láta lítið fyrir sér fara. Hvort þessi veiðimaður hefur tekið ábendingu aðeins of alvarlega, skal ósagt látið, en eitt er víst hann sést ekki mikið á þessari mynd.
Nú kann einhver að spyrja; Veiðimaður á þessari mynd? Jú, þarna er veiðimaður á ferð. Vísbending: leitaðu að stangartoppi. Annars minnir mig að veiðin hafi nú ekkert verið of mikil þetta kvöld á Skaga og líklegri skýring á síðbúnum veiðimanni í náttstað sé frekar sú að hann hafi viljað njóta kyrrðarinnar og fegurðarinnar eins lengi og unnt var.