
Það er með ólíkindum hve oft það geta verið stillur við Langavatn í Borgarbyggð. Eitt skipti náði ég mörgum góðum myndum við vestanvert vatnið þar sem umhverfið tvöfaldaðist í vatninu, sama hver litið var.
Einhverjar þessara mynda hafa ratað til vina og kunningja sem hafa fengið að nota þær í kynningarefni, m.a. sú sem er hér fyrir neðan.
