Straumendur
Straumendur

Það er svo langt því frá að maður sé einn á veiðum. Maður eignast nágranna í hverju vatni, stundum himbrima sem vísar manni á fisk, stundum kríur sem vísa manni á síli og stundum straumendur sem vísa manni á ætið sem fiskurinn og sílið eltist við.

Að lesa náttúruna er leikur veiðimannsins sem vill setja sig inn í atferli fisksins. Myndina tók ég á stað við eitt af uppáhalds vötnunum mínum, Hlíðarvatn í Hnappadal , snemma sumars þegar yfirborð vatnsins stóð enn hátt eftir leysingar vorsins. Staðurinn þar sem straumendurnar sóttu í er að öllu jöfnu vaðfær á venjulegum gönguskóm, en þarna dugðu ekki einu sinni stígvél til að halda sér þurrum.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s