
Þessa mynd á ég ekki, þ.e. hún er tekin af mér en ekki af mér. Myndina tók sem sagt konan mín af mér þar sem ég þráaðist við úti í vatni langt fram í nóttina eftir tíðindalausan dag í veiðinni. Fyrir mér er þessi mynd ekki einhver sönnun þrákelkni minnar, heldur nær hún í öllum einfaldleika sínum þeirri kyrrð og ró sem vatnaveiðinn felur í sér.
Þegar maður er ekki á klukkunni, þ.e. getur hagað veiðinni eins og manni og náttúrunni sýnist, ekki bundin af tímamörkum einhverra sem hvergi koma nærri, þá er getur maður notið sín 100%, sama hvernig gengur.