Gíslholtsvatn
Gíslholtsvatn

Austur í Landsveit kúrir þetta annars ágæta veiðivatn, Eystra-Gíslholtsvatn. Þegar ég fór fyrst þarna austur stóð ég í þeirri trú að vatnið væri aðeins eitt en ætti sér frænku í vestri, Herríðarhólsvatn. En svo kemur á daginn að þetta var meinleg villa sem læðst hafði inn í ýmsar veiðistaðalýsingar og handbækur. Réttara reyndist að vötnin eru systur; Eystra- og Vestara-Gíslholtsvatn og hafa aldrei heitið neitt annað.

Þokublámi
Þokublámi

Myndin hér að ofan er tekin skömmu fyrir hádegi í lok maí eftir nokkuð napurt kvöld og enn napurri nótt. Kvöldið áður hafði þokan náð að drepa allan rauðan lit sólsetursins og sveipa umhverfið blárri slæðu. Morgunin eftir var eins og himininn væri ný þveginn, vatnsflöturinn bónaður og hvoru tveggja steypt saman í eina spegilmynd.

Ég fæ raunar aldrei nóg af því að taka þessar kyrralífsmyndir af veiðivötnunum okkar þegar þau skarta sínu fegursta í kyrrðinni.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.