Vífilsstaðavatn
Vífilsstaðavatn

Á vorin er þetta fyrsta afdrep margra veiðimanna eftir innilokun vetrarins. Raunar eru menn oft aðeins of snemma á ferðinni því fiskurinn er enn í slow motion og bara alls ekki til í slaginn. En veiðibakterían pirrar margan veiðimanninn bara svo hressilega þegar vorsólin vermir okkur fyrir innan gluggan að við látum hitatölur vorsins lönd og leið, skellum okkur í rykfallnar vöðlurnar og út í þetta litla og nærtæka vatn við höfuðborgina.

Myndina tók ég á gemsann rétt eftir að ísa leysti og fyrstu veiðimennirnir voru komnir á stjá. Ef ég man rétt, þá var ekki einn einasti fiskur farinn að hreyfa sig en mikið ósköp þótti veiðimönnum samt gaman að sýna sig og sjá aðra þennan dag.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.