Hólmavatn

Hólmavatn
Hólmavatn

Hólmavatnsheiði norðan Laxárdals í Dölum dregur nafn sitt af þessu vatni. Þegar ég kom fyrst að því fann ég fyrir einhvers konar loforði, næstum fyrirheiti um fleiri vötn innan seilingar sem gaman væri að heimsækja. Rétt norðan og eilítið austan Hólmavatns er Reyðarvatnshæð og þar undir Reyðarvatn. Nafnið gefur okkur til kynna að þar leynist bleikja sbr. nafnið reyður sem þýður jú bleikja.

Fleiri lofandi nafngiftir eru í næsta nágrenni eins og  Fiskivötn sem eru beint norðan Hólmavatns. Önnur og e.t.v. þekktari veiðivötn eru nokkru vestar og eilítið sunnar; Ljárskógarvötnin upp af bænum Ljárskógum í Dölum sem stendur nánast á bökkum Fáskrúðar. Vötn sem margir veiðimenn hafa heimsótt í gegnum tíðina.

Myndin hér að ofan er tekin á ómerkilega skyndimyndavél í farsíma, rétt fyrir miðnætti kvöld eitt í miðjum júlí. Gæðin eru léleg, birtan eitthvað broguð en svona kom nú vesturhimininn mér fyrir sjónir þarna um kvöldið og ég lét vaða á útsýnið með farsímanum þar sem ég hafði gleymt myndavélinni heima eins og svo oft áður og oft síðan.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.