Líkt og með mörg önnur örnefni á Íslandi hefur ‚Fiskivatn‘ verið nýtt nokkuð vel og víða. Í fljótu bragði má finna fimm vötn á kortum Landmælinga með þessu nafni. Þrjú þessara vatna eru í uppsveitum Borgarfjarðar; inn af Þorvaldsdal, á Grjóthálsi og á Þverárhlíðarhálsi. Eitt er síðan austur í Breiðdal, skammt frá Mjóavatni og það fimmta skammt austan Jökulsárlóns á Breiðamerkursandi.

Nafngiftir vatna nægja ekki einar og sér til þess að vötn verði veiðivötn, þar þarf nú líka að koma til fiskur. Þetta er nú ekki mikið speki og fæstum þykir víst eitthvað til um. En þegar maður rambar fram á Fiskivatn, jafnvel landlukt sem hefur engan sjáanlegan samgang við önnur vötn, þá verður maður eiginlega að skoða málið betur. Og það var einmitt það sem ég gerði um miðnætti eitt ekki alls fyrir löngu þegar ég tók mér náttstað undir Fellsfjalli austan Breiðamerkurjökuls. Laust fyrir miðnættið var birtan og veðrið með slíkum eindæmum að ég tók stefnuna á Fiskivatn og gekk þessa rösku 2 km. að vatninu til að svipast um eftir fiski. Og viti menn, fiskurinn vakti þarna í flugu í húminu og sýndi sig með skvampi miklu. Eitthvað hafa menn veitt þarna nýlega, þess sáust greinileg merki, en hvar leyfi fæst get ég ekki fullyrt, en reynandi væri að leita upplýsinga á næsta bæ austan við þ.e. Breiðabólsstað við samnefnt lón.

Fiskivatn um miðnætti
Fiskivatn um miðnætti – Horft til vesturs

Um umhverfið þarf ekki að fara mörgum orðum, þarna mynda jökulurðir og framburður miklar öldur og inn á milli þeirra má víða finna lukt vötn og polla sem sum hver geyma fisk frá því vötnin tengdust fyrr á tímum. Gróður er viðkvæmur á þessu svæði eins og víða má sjá af ummerkjum eftir sporlata ferðalanga sem hafa freistast til að aka utan vega og slóða sem þó má víða finna á þessu svæði. Einn þessara slóða má finna út frá þjóðvegi nr.1, skammt austan Jökulsárlóns og liggur hann m.a. framhjá umræddu Fiskivatni hafi menn hug á að skoða vatnið.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.