Veiðidagur fjölskyldunnar verður haldinn næstkomandi sunnudag, 30. júní. Þá gefst landsmönnum kostur á að veiða án endurgjalds í fjölmörgum vötnum víðsvegar um landið.
Eftirtaldir veiðistaðir verða í boði frítt fyrir alla fjölskylduna:
- Suðvesturland: Elliðavatn, Meðalfellsvatn, Þingvallavatn fyrir landi Þjóðgarðsins og Úlfljótsvatn.
- Vesturland og Vestfirðir: Geitabergsvatn, Þórisstaðavatn, Eyrarvatn, Langavatn á Mýrum, Hítarvatn, Vatnasvæði Lýsu, Hraunsfjarðarvatn, Baulárvallavatn, Haukadalsvatn, Vatnsdalsvatn í Vatnsfirði og Syðridalsvatn í Bolungarvík.
- Norðurland: Hópið, Höfðavatn, Vestmannsvatn, Botnsvatn, Ljósavatn, Hraunhafnarvatn, Æðarvatn, Arnarvatn og Kringluvatn.
- Austurland: Urriðavatn, Langavatn, Víkurflóð og Þveit.
Ekki amalegt að kynna sportið fyrir allri fjölskyldunni á sunnudaginn. Allar nánari upplýsingar í bæklingi Landssambandsins sem má nálgar hér.
Senda ábendingu