Arnarvatnsheiði – norðan, 15. – 16. júní

Ég er ekki alveg viss hvaða hugmynd ég hafði í kollinum af Arnarvatnsheiðinni áður en við hjónin lögðum í hann á föstudaginn, en ég er nokkuð viss um að sú mynd sem blasti við mér í kvöldstillunni þegar upp á heiðina var komið var ekki sú sem ég hefði gert mér af svæðinu. Rétt eins og um önnur heiðarlönd okkar er nánast ekki hægt að finna orð sem lýsa þessu öllu. Kannski engin furða að nokkur fegurstu kvæða okkar Íslendinga eiga uppruna sinn til óspilltra heiðanna.

Við tókum laugardaginn rólega, e.t.v. örlítið lúin eftir vinnuvikuna og síðan 4 klst. ferðalagið upp á Arnarvatnsheiði síðla föstudags. Þegar við loksins höfðum okkur af stað ákváðum við að fara stutt, reyna að kynnast svæðinu og stefndum því á Langalón með það í huga að rölta síðan með Austurá yfir í Þúfulón.

Austurá við Langalón
Austurá við Langalón

Þegar við höfðum rölt frá veginum og niður að innstreymi Austurár í lónið, blasti þessi líka fallegi hylur við okkur. Frúin settir í nokkuð hressilegan fisk eftir örfá köst, en sá var ekki á því að leika sér og hvarf á braut með Watson’s Fancy straumflugu og þokkalegan hluta af taumaefni og sást ekki eftir það. Eftir töluverðar tilraunir tókst mér að setja nokkuð óvænt í fisk með rauðum Nobbler. Fiskurinn tók umsvifalaust strikið niður í hylinn og hélt sig þar og niður eftir hylnum þangað til mér tókst að þreyta hann svo að upp kom hann á bakinu. Það var ekki fyrr en þá að ég gerði mér grein fyrir hversu rosalegur þessi urriði var, 8 pund og ekkert nema vöðvar og skolturinn.

Lítið urðum við vör við annan fisk á þessum slóðum þannig að við lögðum leið okkar norður með vatninu og með Austurá yfir í Þúfulón. Ekki urðum við vör við einn einasta fisk alla þessa leið og ekki heldur í Þúfulóni sem okkur báðum þykir einkennilegt m.v. allt það ferska og súrefnisríka vatns sem streymdi í lónið. Og ekki var skortur á fæðu, hornsíli, flugur og púpur í þúsundavís, en ekki einn einasti fiskur.

Þar sem halla tók degi, tókum við okkur upp og prófuðum fyrir okkur í Sesseljuvík í Arnarvatni stóra svona rétt áður en við héldum heim í vagninn, helmingurinn af okkur þokkalega sáttur við daginn.

Arnarvatn stóra
Arnarvatn stóra – veiðihúsin og fellihýsið okkar á bakkanum

Sunnudagurinn rann upp, eins fallegur og hugsast gat og við tókum okkur saman og stefndum á Austara Grandavatn. Höfðum það fyrir satt að vatnið kæmi einna fyrst til af vötnunum á heiðinni, en hefði verið eitthvað seint til þetta vorið, kannski væri það hrokkið í gang. Og mikið hélt ég að svo væri þegar ég náði  2ja. punda bleikju á Peacock eftir skamma stund í norð-austur horni vatnsins, en það var nú öðru nær. Við eyddum töluverum tíma í vatninu eftir þetta en urðum ekki frekar vör þannig að við ákváðum að prófa fyrir okkur í Litlavatni þar sem Austuá á upptök sín og rennur til Langalóns. Skemmst er frá því að segja að við urðum ekki vör í vatninu og ekki heldur í ánni alla leið niður í Langalón. Að vísu setti í ég bleikjutitt í ‘uppáhalds hylnum mínum’ en ekki söguna meir. Frúin smellti þá þurrflugu undir, Blue Dun og rölti til baka upp Austuá í átt að Litlavatni. Loksins, loksins kom þá að því að hún fengi fisk í þessari ferð og þá tvo frekar en einn á nákvæmlega sama staðnum í ánni. Flottir pundarar sem tókur ákveðið þurrfluguna þegar hún fleytti henni yfir poll fyrir ofan flúðir, ofarlega í ánni. Glæsilegt og verður örugglega síst til þess að hún verði afhuga þurrflugum.

Ferðin hjá okkur endaði því í þessum fjórum fiskum til matar og einum sleppt. Þegar ég kvittaði í veiðibókina hjá Eiríki veiðiverði að morgni 17. sá ég að flestir sem höfðu haft helgardvöl á heiðinni voru búnir að taka sig upp og ekki voru nú veiðitölur manna neitt til að hrópa húrra fyrir. Eins og kom fram í spjalli okkar Eiríks hefur heiðin komið rólega inn þessa rúmu viku sem liðin er af tímabilinu en hún hlýtur að fara að smella inn hvað úr hverju. Eitt er víst, við hjónin náðum ekki að reyna fyrir okkur í nema örlitlum hluta þess vatnasvæðis sem tilheyrir Arnarvatni og Tvídægru þannig að trúlega liggur leið okkar þangað upp eftir aftur, þótt síðar verði og þá helst í þann tíma sem flugan er ekki alveg eins ágeng eins og hún var um helgina. Snögg talning leiddi 24 flugnabit í ljós á undirrituðum sem svíða all hressilega núna þegar heim er komið og bólgna með hverri mínútunni sem líður.

Veiðitölur ársins

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 0 / 2 0 / 2 2 / 1 3 / 9 19

Ummæli

Siggi Kr. – 17.06.2013: Innrennslið í Langalón. Þetta er nákvæmlega sami staður og ég tók 2 – 2.5 kg urriða laugardaginn á undan. (Innsk. Kristjáns: Lesið um veiðiferð Sigga og félaga hér) Þá var það stuttur orange nobbler og fiskurinn á í fyrsta kasti. Austuráin er skemmtilegt svæði sem ég bara verð að skoða nánar og okkur fannst það reyndar svolítið skondið félögunum að við fengum tvo jafnstóra fiska (og svo eitthvað af minni fiskum), annan þarna næstum efst í ánni og hinn á neðsta veiðistað svæðisins :) 

Svar: Ég hafði einmitt orð á því við konuna á leiðinni heim í dag að það væri eflaust skemmtilegt að þræða ánna eins og hægt væri. Það verður örugglega einhvern tímann af því. Annars ætti maður víst að vera rólegur í loforðum um að kanna þetta eða hitt. Undarlegt hvað tíminn fýkur hjá þessa dagana. En, mikið er ég sammála þér Siggi, þetta er alveg frábært svæði.

Siggi Kr. – 18.03.2013: Var búið að opna veginn inn að Skammá og Réttarvatni þegar þið voruð þarna og voru enn einhverjir skaflar í kringum Arnarvatn stóra?

Svar: Nei, það var ekki búið að opna veginn, formlega. Heyrði á Eiríki veiðiverði að það ætti að skoða með opnun núna um miðja viku. Veit reyndar að einhverjir fóru inn að Réttarvatni á sunnudag á ofur-jeppum og gerðu einhverja veiði. Enn voru stöku skaflar í Sesseljuvíkinni, gengt veiðihúsunum og ég veit að einhverjir náðu fiski þar undan á laugardag. Annars var nú mestur snjór óðum að hverfa. Ertu bara strax farinn að plana framhaldsferð? Heyrði í dag frá einum sem lá í tjaldi um helgina við Austuránna gengt Hólmavatni. Þeir gerðu ágæta veiði, það fylgdi samt sögunni að oft hefði nú verið meira um fisk, hvað sem það nú þýðir.

Siggi Kr. – 19.06.2013Já veistu ég bara held að ég sé farinn að plana framhaldsferð :)

Svar: Mikið skil ég þig vel, ef ekki væri fyrir tímaskort í augnablikinu, þá væri ég trúlega í Austuránni núna.

Urriði – 20.06.2013Kommon!!! 8 punda urriði (til hamingju) en engin mynd af flykkinu???

Svar: Neibb, það er þegar allt of mikið af myndum á netinu af svona stórum kvikindum. Það er önnur hver myndavél á landinu útkámuð eftir fisk sem hefur verið rekinn upp í linsuna 🙂 Satt best að segja hafði ég ekki rænu á því að taka mynd, bara settist niður og barðist við að ná hjartslættinum niður.

Urriði – 20.06.2013Þú þekkir mig nú kannski ekki persónulega en lít ég út eins og einhver sem er kominn með nóg af stórfiskamyndum? ;) Held að það sama gildi um aðra veiðimenn, annars óska ég þér aftur til hamingju með fenginn :)

6 svör við “Arnarvatnsheiði – norðan, 15. – 16. júní”

 1. Siggi Kr Avatar

  Innrennslið í Langalón. Þetta er nákvæmlega sami staður og ég tók 2 – 2.5 kg urriða laugardaginn á undan. Þá var það stuttur orange nobbler og fiskurinn á í fyrsta kasti. Austuráin er skemmtilegt svæði sem ég bara verð að skoða nánar og okkur fannst það reyndar svolítið skondið félögunum að við fengum tvo jafnstóra fiska (og svo eitthvað af minni fiskum), annan þarna næstum efst í ánni og hinn á neðsta veiðistað svæðisins 🙂

  Líkar við

 2. Siggi Kr Avatar

  Var búið að opna veginn inn að Skammá og Réttarvatni þegar þið voruð þarna og voru enn einhverjir skaflar í kringum Arnarvatn stóra?

  Líkar við

 3. Siggi Kr Avatar

  Já veistu ég bara held að ég sé farinn að plana framhaldsferð 🙂

  Líkar við

 4. Urriði Avatar
  Urriði

  Kommon!!! 8 punda urriði(til hamingju) en engin mynd af flykkinu???

  Líkar við

 5. Urriði Avatar
  Urriði

  Þú þekkir mig nú kannski ekki persónulega en lít ég út eins og einhver sem er kominn með nóg af stórfiskamyndum? 😉 Held að það sama gildi um aðra veiðimenn, annars óska ég þér aftur til hamingju með fenginn 🙂

  Líkar við

 6. 2013 | FLUGUR OG SKRÖKSÖGUR Avatar

  […] hér urðu mér á þau mistök að gleyma einni ferð; Arnarvatnsheiði 15.- 16. júní þar sem frúin setti í tvo og ég í þrjá. Þar á meðal var minn stærsti sumarsins; 8 punda […]

  Líkar við

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.