Sage Grace
Sage Grace

Nú eru 14 gallvaskar konur að byrja að pakka niður fyrir Kastað til bata 2013, 4.júní er jú rétt handan við hornið. Og talandi um að pakka niður og hornið, Veiðihornið og Sage hafa árum saman stutt dyggilega við bakið á Kastað til bata og þetta árið er engin undantekning. Næstu helgi verða Sumardagar Veiðihornsins og margt góðra gesta munu heimsækja verslunina og þar á meðal Jerry Siem frá Sage sem kemur með glæsilegan glaðning í farteskinu til handa Kastað til bata á Íslandi, tvær glæsilegar Sage Grace flugustangir sem stelpurnar taka til kostanna í Laxá í næstu viku. Það verður örugglega glatt á hjalla á sunnudaginn upp úr kl.14 þegar fulltrúar Kastað til bata mæta á staðinn.

Veiðihornið færir svo öllum þátttakendum flugubox með sérstaklega vel völdum flugum til að taka með sér í Laxánna. En við sem heima sitjum þurfum ekki að örvænta því við getum fest kaup á Kastað til bata boxum í Veiðihorninu og hjá Krabbameinsfélaginu með úrvali Krabbameinsflugna. Sláum nú fjölda flugna í einu höggi, gleðjum einhverja góða veiðikonu og styrkjum gott málefni.

Auk Jerry Siem munu Simon Gawesworth frá Rio, Ingimundur frá Veiðikortinu og Einar Guðna frá Veiðiheimi ásamt fjölda annarra veiði- og flugugúrúa verða á vappi í Veiðihorninu í Síðumúla um helgina. Spennandi dagar framundan. Dagskránna í heild má sjá hér.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.