Greinarstúfur minn hér um daginn um Kastað til bata vakti töluverða athygli og ég fékk nokkrar fyrirspurnir um verkefnið. Þótt ég sé aðeins áhorfandi að þessum grasrótarsamtökum skal ég reyna að skýra markmið þeirra aðeins betur, eftir því sem ég treysti mér til.

Það inngrip í líkamann að gangast undir skurðaðgerð þar sem hluti eða heilir vefir eru beinlínis fjarlægðir getur haft mikil áhrif á daglegar athafnir. Sú hreyfing sem fellst í fluguveiðinni styrkir handleggs- og brjóstvöðva sem margar konur hafa beinlínis veigrað sér við að hreyfa eftir slíkar aðgerðir, sem von er. Hreyfingin færir að sögn mörgum konum ómetanlega þjálfun og ekki skemmir fyrir að geta notið náttúrunnar á fögrum  stað í kaupbæti.

Félagslegi þáttur aðferðafræðinnar er ekki síður mikilvægur. Í hópi kvenna sem gengið hafa í gegnum svipaða reynslu er oft skipst á reynslusögum og ráðleggingum sem elft geta trú einstaklingsins á eigin getu og styrk. Þessum áhrifum hafa stofnendur Casting for recovery gefið heitið ripple effect sem gæti útlagst á íslensku sem gáruhrifin. Lítil gára, ein góð reynslusaga getur fært mörgum konum staðfestu og trú á eigin getu til farsællar framtíðar. Alveg eins og lítil gára sem breiðist úr frá upphafspunkti, nær boðskapurinn til fleiri og fleiri kvenna eftir því sem fjær dregur. Táknræn er sú athöfn þar sem konur eru hvattar til að kasta steini í vatnið, hlutgera þannig áhyggjur sínar og kvíða, varpa þeim frá sér og horfa á gárurnar bera þær á brott.

‚The spirit of Casting for Recovery can be seen in the rise of a large trout in a quiet pool.  It glides below the surface, yet its power and energy sends out ripples across the water. The ripple effect from Casting for Recovery has touched many thousands of lives.‘

Tom Hayes | CFR Board of Trustees

Kastað til bata - Glæsilegur hópur á Íslandi
Kastað til bata – Glæsilegur hópur á Íslandi

Hér á Íslandi hefur Krabbameinsfélagið og Samhjálp kvenna annast undirbúning og skipulagningu Kastað til bata undir kjörorðunum Að veiða er að vona. Með dyggum stuðningi einstaklinga, félaga og fyrirtækja, hefur konum verið boðið í veiði á undanförnum árum, m.a. í Elliðaárnar, Laxá í Laxárdal S.Þingeyjarsýslu og Sogið.

Fyrir þá sem vilja kynna sér nánar Casting for Recovery / Kastað til bata eru hér nokkrir gagnlegir tenglar:

CFR USA – CFR UK/Ireland – Krabbameinsfélagið – Facebook hópurinnFacebook samfélagið – Netsamfélagið

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.