Flýtileiðir

Af bekknum í boxin

Það er væntanlega við hæfi að óska veiðimönnum til hamingju með daginn í dag, 1.apríl. Fyrstu vötnin að opna eftir vetrarfrí sem vonandi flestir hafi notað vel til hnýtinga og lestur góðra veiðibóka.

Síðari hluta vetrar hef ég leyft mönnum að skyggnast í hnýtingarlistann minn fyrir vertíðina sem er að hefjast í dag með greinum undir heitinu ‘Af bekknum’. Nú eru flestar flugurnar komnar í geymsluboxin, sem eru auðvitað frá IcePete og klárar fyrir sumarið, þ.e.a.s. straum- og votflugur auk púpa. Þurrflugurnar eru örlítið færri eftir veturinn, geri þeim skil síðar. Eins og sjá má eru þetta nokkrar flugur, raunar nokkuð fleiri en þær sem ég hef talið til í þessum greinum mínum í vetur. Það eru ekki aðeins silungarnir sem gína við flugum, ég er ekkert skárri á ráfi mínu á veraldarvefnum, ef ég sé eitthvað spennandi verð ég bara að prófa og þannig bætast stundum nokkrar við sem ekki voru á upphaflegum hnýtingarlista vetrarins.

Geymsluboxin fyrir sumarið
Geymsluboxin fyrir sumarið

Með von um að veiðimenn láti nú sjá sig við vötnina í dag, í það minnsta til að óska hverjum öðrum til hamingju með daginn, þakka ég fyrir samfylgdina í vetur og vona að einhverjir hafa haft gaman og e.t.v. eitthvert gagn ‘Af bekknum‘.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com