Pheasant Tail

Frank Sawyer
Frank Sawyer

Með þessari grein lýkur í raun yfirferð minni yfir nokkrar af þeim flugum sem ég hnýtti í vetur. Það er ekki seinna vænna því ekki á morgun, heldur hinn, hefst tímabilið formlega og eflaust láta einhverjir sig hafa það, hvernig sem viðrar, að heimsækja einhver veiðistað og reyna fyrir sér í vorinu.

Síðasta flugan af bekknum er auðvitað Pheasant Tail. Höfundur flugunnar, Frank Sawyer lagði mikla vinnu í og prófaði sig lengi áfram með ýmsar útfærslur af henni áður en hann var sáttur. Gaumgæfilegar athuganir hans á lífríki árinnar Avon leiddu smátt og smátt af sér þessa ódauðlegu flugu sem vel flestir veiðimenn þekkja. Einfaldleika hennar verður best lýst með efnisvalinu; öngull, koparvír og fasanafjaðrir. Fæstir hnýta hana eins einfalda í dag og Sawyer gerði á sínum tíma. Flestir bæta í það minnsta hnýtingarþræðinum við, ef ekki, þá í það minnsta tonnataki til að tryggja hausinn.

Ég nota þráð og ég nota e.t.v. meiri og grófari koparvír heldur en mörgum þykir við hæfi. Í vængstæðið er ég líka óhræddur við að nota brúnleitt dub úr íslensku fjallalambi. Eflaust þykir einhverju svo mikið út frá upprunalegu uppskriftinni bera að nefna ætti kvikindið eitthvað annað en Pheasant Tail, en….. Nei, ég nefni hana Pheasant Tail, punktur og basta. Já, og stærðirnar mínar eru legglangur #12 og #14 og stuttur #12, #14 og #16.

Pheasant Tail
Pheasant Tail

En fyrir hreintrúarmenn, þá er hér smá klippa þar sem Oliver Edwards sýnir hvernig Frank hnýtti fluguna upprunalega.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com