
Að gefnu tilefni og vegna nokkurra fyrirspurna sem mér hafa borist hef ég fengið staðfest hjá SVFR að fræðslukvöldið á morgun (13.03.2013) um Elliðavatn er opið öllum, ekki aðeins félögum SVFR. Nú er um að gera að drífa sig og heyra hvað Háskólarektor Elliðavatns, Geir Thorsteinsson hefur fram að færa í húsakynnum SVFR í Elliðarárdalnum kl.19:30.
Af vef Veiðikortsins: Fræðslukvöld hjá SVFR um Elliðavatn.
Það verður mikið um að vera á fræðslukvöldi Stangaveiðifélags Reykjavíkur á miðvikudagskvöldið 13. mars kl. 19.30. Þá mun Geir Thorsteinsson, sem þekkir Elliðavatnið sjálfsagt manna best, kynna fyrir veiðimönnum veiði í Elliðavatni. Vatnasvæðið hefur oft verið nefnt háskóli veiðimannsins þannig að þessi „kurs“ hlýtur að vera veiðimönnum kærkominn.
Þeir sem vilja undirbúa sig fyrir kynninguna geta skoðað bæklinginn sem Geir hefur gefið út á rafrænu formi með því að smella hér.
Einnig verður hægt að kaupa Veiðikortið 2013 með afsláttarkjörum á staðnum.