Á meðan ég var að hnýta Peacock í gríð og erg reikaði hugurinn út og suður og upp í kollinn á mér kom þessu spurning; Er líf eftir Peacock? Já, auðvitað. Þegar vorflugupúpan skríður loks út úr húsinu sínu, svamlar hún um í nokkrun tíma þar til hún rís upp að yfirborðinu og verður að fullvaxta flugu. Á þessum tíma kemur eiginlegur litur púpunnar í ljós og oftar en ekki er hún ljósleit og nokkuð áberandi í vatninu. En, vitaskuld er hún til í ýmsum litum sem mér skilst að ráðist mest af þeirri fæðu sem hún leggur sér til munns á meðan hún lifir í hylkinu.

Þegar svo ber undir að maður verður var við einhvern fjölda á þessu stigi í vötnunum, er ekki óalgengt að maður grípi til Héraeyrans eða Héranns, en svo má líka vera með eitthvað þessu líkt í boxinu. Þannig verðu það í það minnsta í sumar hjá mér. Hnýtt á grubber #10, feit og pattaraleg.

Húsnæðislausar vorflugupúpur
Húsnæðislausar vorflugupúpur

Ummæli

06.03.2013 – HilmarÞetta er nú besta nafngift sem ég hef séð lengi á púpum, þú átt eftir að moka inn á þessa í sumar.

mbk, Hilmar

08.03.2013 – Kristinn / veida.isÞessi er flott, veiðileg – hún yrði líklega framarlega í röðinni hjá (mér) að fara undir.

15.03.2013 – UrriðiÉg án djóks hnýtti nákvæmlega eins flugur fyrir nokkrum árum. Hef samt af einhverjum ástæðum aldrei notað þær. Hef reyndar notað aðra útgáfu af heimilislausri vorflugupúpu með góðum árangri :)

Svar: Já, nú held ég bara áfram að ergja þig, Urriði. Hvernig væri nú að þú kæmir þér upp bloggi og settir eitthvað af þínum verkum á framfæri. Þú hefur sýnt það svo um munar að þú lumar á ýmsu skemmtilegu sem við hinir veiðinördarnir súpum hveljur yfir.

16.03.2013 – UrriðiÞetta kemur allt á netið á einn eða annan hátt, hvort sem það er á veidi.is eða veiðidelluhópnum :) Ég nenni ekki að sjá um það sjálfur að halda úti vefsíðu, plús efnið yrði 99% eintómar montsögur frá leynistöðum sem yrði fljótt þreytt.

5 Athugasemdir

  1. Þetta er nú besta nafngift sem ég hef séð lengi á púpum, þú átt eftir að moka inn á þessa í sumar.

    mbk

    Hilmar

  2. Ég án djóks hnýtti nákvæmlega eins flugur fyrir nokkrum árum. Hef samt af einhverjum ástæðum aldrei notað þær. Hef reyndar notað aðra útgáfu af heimilislausri vorflugupúpu með góðum árangri 🙂

  3. Þetta kemur allt á netið á einn eða annan hátt, hvort sem það er á veidi.is eða veiðidelluhópnum 🙂 Ég nenni ekki að sjá um það sjálfur að halda úti vefsíðu, plús efnið yrði 99% eintómar montsögur frá leynistöðum sem yrði fljótt þreytt.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.