Blóðormur

Nú í vetur las ég nokkuð skemmtilega grein eftir Simon Gawesworth um Buzzer og það sem aðskilur hann frá Blóðormi. Í stuttu máli; Buzzer er bara samheiti veiðimanna yfir lirfur rykmýs, ekki bitmýsins, sem finnast á stjái í vötnum norðanverðrar Evrópu þegar kemur að því að flugan klekst út. Simon er afar stífur á því að Buzzer getur aldrei verið rauður, þá heitir hann Blóðormur (Bloodworm) og er fastur við botninn. O, jæja, hugsaði ég með mér, hverju skiptir hvað við köllum kvikindið, svo lengi sem það gefur fisk. Síðan settist ég niður og hnýtti nokkrar útgáfur af Blóðormi (þessum rauða) til að hafa í boxinu í vor, já og raunar langt fram á sumarið.

Ég get svo sem verið sammála Simon að Buzzer og Blóðormur séu bara samheiti flugna og því eru Blóðormarnir mínir afskaplega mismunandi í útliti og lögun. Þegar svo kemur að því að velja Blóðorm fyrir fisk ræður skap mitt í það og það skiptið væntanlega meiru um valið heldur en gaumgæfileg skoðun á útliti þeirra í vatninu. Það er nefnilega alls ekki svo einfalt að greina útlit þeirra í vatninu, maður velur bara einn og skiptir um þangað til hann bítur á.

Nokkrir af blóðormunum mínum
Nokkrir af blóðormunum mínum

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.