Önglahrúga
Önglahrúga

Eins og glöggir lesendur síðunnar tóku eftir fyrir skömmu, fékk ég smá hjálp við hnýtingarnar sem urðu til þess að gamlir krókar dúkkuðu upp úr krókaboxinu mínu. Þegar ég réðst á hrúguna valdi ég þá leið að flokka krókana með einföldum samanburði, án þess að leiða nokkuð hugann að merktum stærðum þeirra. Það kemur e.t.v. engum vönum hnýtara á óvart að hrúgurnar mínar urðu nokkuð fleiri heldur en merkingarnar í boxinu sögðu til um. Sem dæmi get ég nefnt að af #12 sem ég taldi mig eiga í lengdum Standard, 1XL og 2XL komu fimm hrúgur. Áferð krókanna sagði mér auðvitað að hér væru í það minnsta 3 mismunandi framleiðendur á ferðinni og lengdirnar töluvert mismunandi hjá þeim öllum. Þannig endaði ég með einhverjar millistærðir þegar ég var búinn að taka frá þá styðstu, miðlungs og lengstu.

Krókur
Krókur

Auðvitað vaknaði forvitnin hjá mér og ég lagðist í netið í skýringaleit. Sem sagt; smátt og smátt hafa framleiðendur reynt að sammælast um hver stærð önguls #10 sé, þ.e. bilið á milli odds og leggjar ( 8 á myndinni hér til hliðar ) og útbúa einhvern staðal þannig að þegar við kaupum #10 frá Mustad er bilið jafn stórt og á #10 frá Kamasan. Svo virðist sem frændur okkar í Noregi hafi vinninginn því flestir framleiðendur hafa sæst á að nota stærðarflokkun Mustad sem viðmið.

Þessar aðlaganir framleiðenda hafa orðið þess valdandi að nokkuð reglulega hafa krókar framleiðenda skipt um vörunúmer og stærðarflokkun síðustu árin með tilheyrandi óþægindum fyrir veiðimenn en á sama tíma hafa stærðirnar staðlast. Aftur á móti virðist vera aðeins lengra í það að framleiðendur komi sér saman um samræmda merkingu fyrir lengd króka, þar kennir ennþá ýmissa grasa sem ég fékk sko heldur betur að kenna á þegar ég sorteraði hrúguna mína. Ég sem sagt sat uppi með mun fleiri lengdir í hverri stærð heldur en ég hafði nokkurn tímann keypt.

Á öllu þessu rápi mínu um netheima hrasaði ég auðvitað um alls konar samanburðartöflur á krókum ýmissa framleiðenda, sumar flóknari heldur en aðrar, aðrar einfaldari. Til gamans tók ég nokkrar þessara taflna, sneið af þeim króka sem mér þóttu utan áhugasviðs og framleiðendur sem ég hef aldrei heyrt nefnda. Úr varð mini-útgáfa sem hef sett hér á síðuna undir Töflur / Krókar. Til að einfalda samanburð smellti ég síðan myndum af umræddum krókum inn í töfluna til glöggvunar.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.