Nú er komið að því, RISE 2013 verður haldin í Bíó Paradís, fimmtudagskvöldið 7. mars. Eins og fram kemur í fréttatilkynningu frá Stjána Ben. opnar húsið kl.19 en sýningar hefjast kl.20.
Myndirnar sem sýndar verða í ár eru; The Arctic, Predator, Only the rivers knows og Jungle fish. Sýnishorn úr myndunum má sjá með því að smella á heiti þeirra. Endilega fylgist með á heimasíðu RISE eða á Facebook.