Bráðdrepandi fluga sem fyrir löngu er búin að sanna sig. Mér liggur við að segja að hún eigi það til að skipa einhvers konar heiðurssess hjá sumum veiðimönnum, hvort sem það er nú verðskuldað eða bara hefð. Ég þekki einn veiðimann sem fékk sinn fyrsta fisk á flugu, einmitt á Black Ghost og eftir það hefur nánast aldrei verið farið í veiði öðruvísi en hann fari undir í lengri eða skemmri tíma. Auðvitað hefur þessi fluga þá gefið viðkomandi veiðimanni marga fiska. Ég hnýti drauginn í stærðum 6 og niður í 12 fyrir þennan aðila, með og án orange ívafi í vængfjöður því stundum er hann spennandi þannig en stundum ekki.

Ummæli
03.02.2013 – Þórunn: Uppáhalds
Senda ábendingu