Pólskur Pheasant Tail

Mér er það stórlega til efs að nokkur silungsveiðimaður fari til veiða án þess að vera með eitthvert eitt eða fleiri afbrigði af Pheasant Tail í farteskinu. Ég er yfirleitt með nokkur afbrigði í boxinu og helst fer ég aldrei af stað án þess að vera með uppáhaldið mitt með; Pheasant Tail með kúluhaus, hringvöfðu skeggi og rauðum kraga. Klassískur er hann líka með og svo Pólskur þar sem rauðum broddi er bætt við. Fyrir konuna hef ég svo bætt örfáum rauðum fjöðrum í skottið, þannig vill hún hafa hann. Svona er nú smekkur manna misjafn og eitt er víst, þessi fluga væri aldrei til í öllum þessum afbrigðum ef smekkur fiskanna væri ekki álíka misjafn. Uppskriftirnar; Pólskur og original og svo er bara um að gera að bregða út af og prófa eitthvað nýtt.

Pheasant Tail - Kúluhausar
Pheasant Tail – Kúluhausar

Ummæli

Urriði – 26.01.2013Bara svo þú vitir það þá veiðist ekkert á PT með svona hringvöfðu skeggi! Það er bara svoleiðis! En svona í alvöru þá eru þettar flottar flugur hjá þér og örugglega ein best uppfærða veiðisíðan svona yfir háveturinn!

Svar: Ljótt að heyra, Urriði. Þú verður að kenna urriðunum þínum, þarna fyrir austan betri siði. Frændur þeirra hérna fyrir sunnan eru alveg vitlausir í þessa 🙂

Eitt svar við “Pólskur Pheasant Tail”

  1. Urriði Avatar
    Urriði

    Bara svo þú vitir það þá veiðist ekkert á PT með svona hringvöfðu skeggi! Það er bara svoleiðis!
    En svona í alvöru þá eru þettar flottar flugur hjá þér og örugglega ein best uppfærða veiðisíðan svona yfir háveturinn!

    Líkar við

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com