Það er alltaf eitthvað að gerast. Nú eru t.d. flest desember/áramóta tölublöðin af veftímaritunum að koma út og ég reyni að fylgjast með þeim eins og ég get og uppfæri þau hér á síðunni.
Margir bíða spenntir eftir rafrænni útgáfu jólabókarinna í ár; bæklingi Veiðikortsins, en þangað til hann verður tilbúinn er um að gera að tryggja sér kortið sjálft hérna og eiga þá von á bókinni á pappír inn um lúguna fljótlega.
Stöku sinnum leiðrétti ég eða bæti við nýjum atriðum í eldri greinar. T.d. hrasaði ég um daginn yfir ágætis hnýtingarmyndband fyrir Black Zulu og bætti því við greinina um þá ágætis flugu.
Senda ábendingu