
Nú er sala á Veiðikortinu fyrir næstu vertíð komin á fullt. Kortið má kaupa hér og að vanda fylgir því vandaður bæklingur sem sendur verður kaupendum heim að dyrum ásamt kortinu.
Örlitlar breytingar hafa orðið á þeim vötnum sem Veiðikortið veitir aðgang að; Elliðavatn, Hólmsá og Nátthagavatn bætast nú í hópinn en vötnin í Svínadal hverfa á braut (Geitabergsvatn, Þórisstaðavatn og Eyrarvatn).
Eins og venjulega er verið kortsins stillt í hóf (6.900,-) og má því áfram segja að það sé ótvírætt langsamlega hagstæðasti kostur veiðimanna í dag.
Allar nánari upplýsingar um kortið og veiðisvæðin má finna á vef Veiðikortsins.