
Það er einhver bölvaður púki í mér í dag. Á sama tíma og laxveiði hefur hrunið um 39% á milli ára og laxveiðileyfi hafa hækkað um (örugglega) annað eins, gefa nýjustu tölur silungsveiðinnar á mínu heimili til kynna að útlagður kostnaður vegna leyfa hafi staðið í stað á milli ára en uppsveifla í afla sé rétt um 38%.
Ef svo fer sem horfir, að maður sé búinn að leggja stönginni þetta árið, þá standa aflatölur okkar hjóna í 108 bleikjum í ár á móti 73 í fyrra. Uppsveifla um 48%. Urriðar í ár eru 65 á móti 52 í fyrra, uppsveifla um 25%. Samtals gerir þetta 173 fiska í ár á móti 125 í fyrra og það gerir 38% uppsveiflu þrátt fyrir einstaklega kalt og langdregið vor.
Ummæli
15.10.2012 – Urriði: Gaman að heyra! Átti sjálfur svipað sumar, eyðslan stóð í stað ef litið er til veiðileyfakaupa en bensínkostnaður var þó töluvert meiri!
Svar: Já, ætli maður verði ekki að viðurkenna að ‘ferðakostnaður’ hafi eitthvað aukist á milli ára. Ætli maður skoði ekki dísel útgáfu við næstu endurnýjun jepplingsins, verst hvað stofnkostnaðurinn er töluvert hærri.
Gaman að heyra! Átti sjálfur svipað sumar, eyðslan stóð í stað ef litið er til veiðileyfakaupa en bensínkostnaður var þó töluvert meiri!