Jamm, það er 30.september í dag og síðasti sjéns að bregða sér í megnið af vötnunum á Veiðikortinu. Þrátt fyrir að mjög hefur dregið úr veiði síðustu vikur, þá er alltaf von. Vötnin sem loka eftir daginn í dag eru; Kleifarvatn á Reykjanesi, Úlfljótsvatn, Ljósavatn, Arnarvatn, Hraunhafnarvatn, Æðvarvatn, Baulárvallarvatns, Haukadalsvatn, Hraunsfjarðarvatn, Hraunsfjörður, Vatnsdalsvatn í Vatnsfirði, Laxárvatn og Hólmavatn í Dölum, Kleifarvatn og Mjóavatn í Breiðdal og Þveit við Hornafjörð.
Ekki má gleyma því að sum þessara vatna eru fiskgeng frá sjó og því ekki loku fyrir það skotið að hægt sé að krækja sér í einn slíkan, svona að hausti. Svo eru haustlistaferðir alltaf ágæt afsökun.